Það þarf ekki alltaf að vera flókið að hafa glæsilegan og bragðgóðan hátíðarmat. Hér er einstaklega einföld uppskrift að gæs sem er engu að síður einkar bragðgóð og falleg á að líta.
Grafin gæs
- 2 stk gæsabringur
- 40 g salt
- 40 g sykur
- 10 g einiber
- 5 g rósapipar
- 2 g fennelfræ
- 1 stk anisstjarna
Aðferð:
- Bringurnar eru sinahreinsaðar.
- Einiber, rósapipar, fennelfræ og anís er allt ristað á pönnu og mulið niður í morteli.
- Blandið saman kryddum ásamt salti og sykri.
- Dreifið vel á bringurnar og plastið þær vel inn.
- Leyfið að vera í kæli í tvo daga, skolið í köldu vatni og þerrið vel.
- Skerið gæsina þunnt í sneiðar.
Trufflumajónes
- 200 g majónes
- 2 msk. truffluolía
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Allt hrært saman í skál.
Marineruð bláber
50 g bláber
50 g sykur
10 g edik
Aðferð:
-
Blandið öllu saman í skál og leyfið að vera í kæli yfir nótt.
Jólamatur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon