Ljúffengar dádýralundir

Það er ekki eins flókið og ætla mætti að elda dádýralundir en þær eru sífellt vinsælli hátíðamatur. Hér er ein einföld og góð uppskrift að dádýralundum. 

  • Dádýralundir
  • Olía
  • Salt
  • Pipar
  • Rósmarín
  • Timían
  • Hvítlaukur

Aðferð:

  1. Dádýralundirnar eru kryddaðar fyrst með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
  2. Eftir um það bil mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna og þetta steikt í eina mínútu í viðbót.
  3. Allt er sett í eldfast mót með smjöri og kryddjurtum og lundirnar kláraðar í ofni á 180°C í um það bil sjö mínútur.
  4. Lundirnar eru síðan látnar hvíla í fimm mínútur áður en þær eru skornar.
Dádýralundir eru góður kostur á veisluborðið.
Dádýralundir eru góður kostur á veisluborðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert