Hér má sjá uppskrift af púrtvínssósu sem hentar einkar vel með villbráð eða rauðu kjöti.
Púrtvínssósa með rifsberjum
- 500 ml nautasoð
- 500 ml kjúklingasoð
- 75 g balsamedik
- 75 g púrtvín
- 10 g púðursykur
- 2 stk. skalottlaukar
- 1 hvítlauksrif
- 5 korn svartur pipar
- 3 kardimommur
- 2 anísstjörnur
- 10 stk. fennelfræ
- 5 stk. einiber
- 1 grein rósmarín
- 35 g smjör
- 25 g rifsber
Aðferð:
- Skerið lauk og hvítlauk í sneiðar. Brúnið vel í potti við miðlungshita.
- Bætið kryddi og púðursykri út í.
- Hellið víni og ediki yfir og sjóðið niður í síróp.
- Hellið soðinu út í sírópið.
- Sjóðið sósuna niður um helming og bætið rósmaríni út í.
- Sigtið sósuna.
- Bætið rifsberjum út í ásamt smjöri.
Púrtvínssósa hentar einkar vel með villibráð eða rauðu kjöti.
mbl.is/Kristinn Magnússon