Sætkartöflumús með
karamellukornflexi
- 2 stórar sætkartöflur
- 100 g smjör
- 100 g kornflex
- 200 g sykur
- 30 ml rjómi
- Salt
Aðferð:
- Hitið ofn í 180 gráður og bakið sætu kartöflurnar í 45 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
- Skafið innan úr hýðinu í skál og bætið smjöri við og smakkið til með salti.
- Sykur er settur í pott og búin til karamella.
- Þá er rjóma bætt við.
- Bætið kornflexinu út í.
- Setjið kartöflumúsina í eldfast form og karamellukornflexið ofan á.
- Bakið á 200 gráðum í 4-5 mínútur.
Einstaklega ljúffeng sætkartöflumús.
mbl.is/Kristinn Magnússon