Það eru enn margir sem kjósa að hafa hamborgarhrygg um jólin enda mikilvægt fyrir suma að halda í hefðir, sérstaklega um hátíðirnar.
Hér eftir fer ljúffeng uppskrift að gljáa, kartöflum og sósu sem má hafa með hamborgarhryggnum.
Gljái
- 200 g púðursykur
- 3 msk dijon-sinnep
- 2 msk ananasþykkni
Aðferð:
- Öllu blandað saman og penslað á hrygginn.
Sykurbrúnaðar kartöflur
- 1 kg flysjaðar soðnar kartöflur
- 100 g sykur
- 50 g smjör
- 2 msk vatn
Aðferð:
- Brúnið sykurinn á pönnu og fylgist vel með svo sykurinn brenni ekki.
- Bætið smjörinu út í og blandið með sleif.
- Bætið vatninu út í og hrærið uns allt hefur sameinast.
- Bætið kartöflunum í og látið krauma við vægan hita þar til kartöflurnar eru vel hjúpaðar.
Sykurbrúnaðar kartöflur og góð sósa er ómissandi með hamborgarhryggnum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Sósa
- 500 ml svínasoði
- 250 ml jólaöl
- 1 tsk dijon sinnep
- 300 ml rjómi
- 2 msk maísena
- 100 g smjör
- 1 stk svínateningur
- salt og pipar
Aðferð:
- Soðið af hryggnum er sigtað í pott.
- Jóalöl er bætt við og soðið er niður um 1/3
- Rjóma, teningi og sinnepi er þá bætt við og fengin upp suða.
- Sósan er þykkt með maísena.
- Bætið smjöri í sósuna og smakkið til með salti og pipar.
Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.