Helga Margrét Gunnarsdóttir, Helga Magga, heldur úti uppskriftasíðunni helgamagga.is þar sem hún deilir alls kyns hugmyndum að hollri næringu á Instagram og TikTok en hún hefur það að markmiði að hvetja fólkið í kringum sig áfram, hvort sem það er að borða hollt, hreyfa sig eða gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.
„Við fjölskyldan erum alltaf með kalkún á jólunum og yfirleitt verður smjörsprautaða kalkúnaskipið frá Hagkaup fyrir valinu. Það er fljótlegt og einfalt enda er oft mikið að gera á heimilinu með þrjú börn.
Meðlætið er misjafnt hjá okkur en ég er yfirleitt með sætkartöflumús og svo finnst mér æðislegt að vera með ferskt salat til að fá smá lit á diskinn.“
Kalkúnaskip
- smjörsprautað kalkúnaskip frá Hagkaup
- tilbúin fylling frá Hagkaup
Aðferð:
- Kalkúnaskipið eldar sig nánast sjálft, ég mæli með að elda það í lokuðu fati nema fólk hafi gaman af því að þrífa ofninn.
- Ég passa að skafa kryddsmjörið af sem verður eftir í umbúðunum og smyr því á kalkúninn. Kalkún á að elda í 180 gráðu heitum ofni í um það bil 45 mín pr kíló eða þar til kjarnhiti sýnir 70 gráður inn við bringubeinið, ef notaður er kjöthitamælir.
- Mitt kalkúnaskip var tvö kíló svo það var inni í ofni í 90 mínútur.
- Mér þykir gott að taka lokið af fatinu síðustu tíu mínúturnar svo kalkúninn brúnist aðeins meira í lokin.
Það er einfalt og þægilegt að elda smjörsprautað kalkúnaskip.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Sósa
- 1 ferna brún sælkerasósa með smjör og rjóma frá Íslandssósum
- 30 gr Tasty kalkúnasósugrunnur (hálfur poki)
- 1-2 msk sinnep frá Svövu
- 150 ml volgt vatn
Aðferð:
- Ég notaði tilbúna sósu í fernu því ég vil hafa hlutina einfalda og þægilega. Svo var ég með Tasty-kalkúnasósugrunn og notaði 30 g af honum (hálfan pokann) út í 150 ml af volgu vatni. Ég hellti því út í sósuna í pottinum.
- Þegar kalkúnninn var tilbúinn hellti ég soðinu út í sósuna til að fá auka kraft í hana.
- Svo notaði ég sinnep frá Svövu sem er íslensk framleiðsla og kemur í ýmsum bragðtegundum. Sinnepið er bæði sterkt og sætt svo það hentar einstaklega vel til að bragðbæta sósur.
Jólalegt ferskt salat
- grænt salat, gjarnan klettasalat í bland
- rauðrófur (ég nota forsoðnar, tvær litlar)
- ein gul paprika
- 3-4 ferskjur
- 1 dl smátt skornar valhnetur
- fetaostur eftir smekk
- granateplafræ eftir smekk
Aðferð:
- Öllu blandað saman í skál.
Dressing
- ½ dl olía
- ½ dl balsamikedik
- Safi úr hálfri límónu
- salt, pipar og smá hvítlaukskrydd
Aðferð:
- Öllu hrært saman.
Jólamatur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sætkartöflumús
- 700 g sætar kartöflur
- 50 g rjómostur
- 2-3 msk púðursykur
- 1 tsk múskat
- 1/2 tsk salt
Aðferð:
- Ég skar stóra sæta kartöflu (um það bil 700 g) í bita og gufusauð hana í um það bil 25 mínútur.
- Ég lét hana kólna örlítið og blandaði svo saman við hana rjómaosti, púðursykri, múskati og salti.
Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.