Kengúra með hunangsbökuðum gulrótum

Jólamatur
Jólamatur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Um áramótin er gaman að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa framandi rétti eins og kengúru. Þótt það hljómi framandi fyrir marga þá er það ekki eins flókið og ætla mætti að elda slíkt lostæti. 

  • kengúra
  • olía
  • salt
  • pipar
  • timían
  • hvítlaukur

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið með salti og pipar.
  2. Steikið kjötið á heitri pönnu með olíu.
  3. Eftir um það bil eina mínútu er kjötinu snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna. Steikið í eina mínútu í viðbót.
  4. Allt er sett í eldfast mót með smjörinu og kryddjurtunum. Kengúran er kláruð í ofni á 180 gráðu hita í um það bil sex mínútur.
  5. Kjötið er síðan látið hvíla í fimm mínútur áður en það er skorið. 

Hunangsbakaðar gulrætur með möndlum

  • 500 g gulrætur
  • 30 g smjör
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. hunang

Aðferð:

  1. Skrælið gulræturnar og haldið þeim heilum.
  2. Setjið allt saman í eldfast mót og bakið á 180 gráðum í 20 mínútur.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert