- krónhjartarlundir
- olía
- salt
- pipar
- rósmarín
- timían
- hvítlaukur
Aðferð:
- Krjónhjartarlundir eru kryddaðar með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
- Eftir um það bil eina mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna og þetta steikt í eina mínútu í viðbót.
- Allt sett í eldfast mót með smjöri og kryddjurtunum og síðan klárað í ofni á 180°C í um það bil átta mínútur.
- Lundirnar eru síðan látnar hvíla í fimm mínútur áður en þær eru skornar.
Kramdar smælkikartöflur með feyki.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kramdar smælkikartöflur með feyki
- 300 g smælki
- 1 msk. salt
- smjör til steikingar
- feykir ostur (til að rífa yfir)
- grænkál
- smurbrauðskarsi
Aðferð:
- Sjóðið kartöflur ásamt einni matskeið af salti þar til þær eru orðnar mjúkar.
- Kælið þær í köldu vatni.
- Kremjið kartöflurnar þannig að þær séu flatar.
- Hitið pönnu með olíu og smjöri og steikið kartöflurnar á báðum hliðum þar til þær eru stökkar.
- Steikið grænkál með.
- Rífið feyki yfir.
- Stráið karsa yfir.
Villisveppasósa
- 500 g kastaníusveppir
- 30 g villisveppakraftur
- 100 g sérrí
- 2 skalottlaukar
- 2 hvítlauksrif
- 400 ml rjómi
- 50 g smjör
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Skerið kastaníusveppi og lauk í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita í potti.
- Þegar kominn er gullinbrúnn litur á sveppina er sérríinu hellt yfir og þetta látið sjóða niður um helming.
- Bætið við rjóma, smjöri og krafti og maukið sósuna með töfrasprota.
- Smakkið til með salti og pipar.
Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.