Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum

Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum.
Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum. mbl.is/Eyþór

Það eru margir sem halda fast í hefðirnar um jól og áramót, til dæmis með því að hafa alltaf það sama í matinn. En þó hefðin sé haldin með aðalréttinum er tilvalið að breyta til meðlæti og prófa eitthvað nýtt. Hér eru tvær góðar uppskriftir úr smiðju Snædísar Jónsdóttur matreiðslumanns en báðir réttirnir eru eins einfaldir og þeir eru bragðgóðir. 

Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum

  • 500 g rósakál
  • 500 g kotasæla
  • 1 búnt söxuð steinselja
  • 1 msk. hvítlauksduft
  • sítrónubörkur
  • 1 stk. granatepli
  • bláberjavinaigrette
  • salt

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn í potti með salti.
  2. Rífið rósakálslaufin af og setjið í sjóðandi vatn í sirka mínútu, sigtið og setjið í klakavatn/ískalt vatn.
  3. Þeytið kotasæluna í hrærivél eða matvinnsluvél.
  4. Bætið við steinseljusaxi, hvítlauksdufti og sítrónuberki.
  5. Skerið granateplið og takið berin úr.
  6. Setjið kotasælu á disk og setjið rósakálslaufin ofan á og dreifið granatberjunum yfir.
Hunangsgljáðar gulrætur með ristuðum möndluflögum.
Hunangsgljáðar gulrætur með ristuðum möndluflögum. mbl.is/Eyþór

 

Hunangsgljáðar gulrætur með ristuðum möndluflögum

  • 500 g íslenskar gulrætur
  • 100 g möndluflögur
  • hunang (hægt að nota síróp)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 170°c.
  2. Sjóðið vatn í potti með salti.
  3. Skrælið gulræturnar og sjóðið í 3-4 mínútur.
  4. Raðið á bakka, bætið hunangi og möndlum við og bakið í 8-10 mínútur.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert