Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum

Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum.
Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum. mbl.is/Eyþór

Það eru marg­ir sem halda fast í hefðirn­ar um jól og ára­mót, til dæm­is með því að hafa alltaf það sama í mat­inn. En þó hefðin sé hald­in með aðal­rétt­in­um er til­valið að breyta til meðlæti og prófa eitt­hvað nýtt. Hér eru tvær góðar upp­skrift­ir úr smiðju Snæ­dís­ar Jóns­dótt­ur mat­reiðslu­manns en báðir rétt­irn­ir eru eins ein­fald­ir og þeir eru bragðgóðir. 

Rósakál með þeyttri kotasælu og granateplum

Vista Prenta

Rósa­kál með þeyttri kota­sælu og granatepl­um

  • 500 g rósa­kál
  • 500 g kota­sæla
  • 1 búnt söxuð stein­selja
  • 1 msk. hvít­lauks­duft
  • sítr­ónu­börk­ur
  • 1 stk. granatepli
  • blá­berja­vinaigrette
  • salt

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn í potti með salti.
  2. Rífið rósa­káls­lauf­in af og setjið í sjóðandi vatn í sirka mín­útu, sigtið og setjið í klaka­vatn/​ískalt vatn.
  3. Þeytið kota­sæl­una í hræri­vél eða mat­vinnslu­vél.
  4. Bætið við stein­seljusaxi, hvít­lauks­dufti og sítr­ónu­berki.
  5. Skerið granateplið og takið ber­in úr.
  6. Setjið kota­sælu á disk og setjið rósa­káls­lauf­in ofan á og dreifið granatberj­un­um yfir.
Hunangsgljáðar gulrætur með ristuðum möndluflögum.
Hun­angs­gljáðar gul­ræt­ur með ristuðum möndlu­f­lög­um. mbl.is/​Eyþór

 

Prenta

Hun­angs­gljáðar gul­ræt­ur með ristuðum möndlu­f­lög­um

  • 500 g ís­lensk­ar gul­ræt­ur
  • 100 g möndlu­f­lög­ur
  • hun­ang (hægt að nota síróp)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 170°c.
  2. Sjóðið vatn í potti með salti.
  3. Skrælið gul­ræt­urn­ar og sjóðið í 3-4 mín­út­ur.
  4. Raðið á bakka, bætið hun­angi og möndl­um við og bakið í 8-10 mín­út­ur.

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert