Grænn makkarónukrans og rauðar hindberjarjómabollur

Grænn makkarónukrans sem minnir á jólin.
Grænn makkarónukrans sem minnir á jólin. mbl.is/Eyþór

Eftirréttameistarinn Ólöf Ólafsdóttir mælir með því að við prófum okkur áfram með liti og form þessi jólin. Þó að Ólöf sé þekkt fyrir að gera flottustu eftirrétti landsins þá hefur hún þá hæfileika að einfalda uppskriftir og gera þær þannig að allir geti á einfaldan hátt búið þá til heima.

Það er áhugavert að sjá hvernig Ólöf færir makkarónurnar upp …
Það er áhugavert að sjá hvernig Ólöf færir makkarónurnar upp á disk og gerir þær jólalegar. Diskurinn er gerður af leirlistakonunni Margréti Jónsdóttur. mbl.is/Eyþór

Grænn makka­rónukrans

  • TPT (tant pour tant sem er 150 g möndlumjöl og 150 g flórsykur) Rétt svo blandið þessu saman í matvinnsluvél og sigtið og geymið þetta saman í 24 tíma
  • ​55 g eggjahvítur
  • grænn matarlitur
  • 150 g sykur
  • 55 g vatn

Aðferð:

  1. Blandið TPT, eggjahvítum og græna matarlitnum saman.
  2. Byrjið á sykursírópinu með að sjóða sykurinn og vatnið í potti upp í 118°c.
  3. Á meðan sírópið er að ná réttu hitastigi eru eggjahvíturnar settar í hrærivélarskál og léttþeyttar.
  4. Hellið svo sykursírópinu út í eggjahvíturnar og þeytið þar til marensinn kólnar og myndar stífa toppa.
  5. Blandið af marensinum út í eggjahvítu- og möndlublönduna.
  6. Þegar þessu er blandað saman er svo afganginum af marensinum blandað varlega saman við í tveimur til þremur skömmtum.
  7. Sprautið skeljar á plötu og látið þær þorna aðeins eða þar til þið getið snert þær án þess að þær smitist á fingurna.
  8. Síðan eru þær bakaðar við 150°c í 8-10 mínútur á blæstri (fer eftir ofnum).
  9. Leyfið þeim að kólna og fyllið svo með pistasíu-ganache​

Fylling

  • Ein krukka af hvítsúkkulaði-spread frá Goodgood
  • 50 g pistasíu krem (200 gr pistasíur ristaðar í ofni á 160°C í 10 mínútur, settar í matvinnsluvél í 5-7 mínútur)

Aðferð:

  1. Blandið þessu saman, setjið í sprautupoka og fyllið makkarónurnar.
Rauðar hindberjarjómabollur sem eru eins og jólatré í laginu.
Rauðar hindberjarjómabollur sem eru eins og jólatré í laginu. mbl.is/Eyþór

Rauðar hindberjarjómabollur

  • 80 g sykur
  • 40 g glúkósi eða ljóst maíssíróp (corn-síróp)
  • 30 g hindberjapúrra (100 gr frosin hindber og 10 gr sykur í pott að suðu, sigta og kæla)
  • 50 g eggjahvítur
  • súkkulaðibitasmákökur
  • 500 g hvítt súkkulaði
  • fituuppleysanlegur matarlitur

Aðferð:

  1. Hitið sykur, glúkósa/síróp og hindberjapúrru í potti við vægan hita upp í 118°C.
  2. Byrjið að þeyta eggjahvíturnar á miðlungshraða.
  3. Þegar sírópið hefur náð 118°C er hrærivélin stillt á mesta hraða og sykursírópinu hellt í mjórri bunu út í.
  4. Þeytið fyllinguna þar til hún er orðin köld.
  5. Setjið fyllinguna í sprautupoka með hringlaga stút og sprautið henni ofan á smákökurnar.
  6. Leyfið bollunum að standa við stofuhita í 3-4 klukkustundir eða þar til þær eru þurrar viðkomu.
  7. Temprið hvítt súkkulaði og blandið saman við rauða fituuppleysanlega matarlitnum.
  8. Dýfið bollunum í tempraða súkkulaðið og leyfið súkkulaðinu að harðna.
  9. Skreytið bollurnar að vild. Ég skreytti mínar með bleikum sykurperlum og þurrkuðum blómum.​

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Glæsilegt eftirréttaborð Ólafar Ólafsdóttur.
Glæsilegt eftirréttaborð Ólafar Ólafsdóttur. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert