Humar með eplarjómasósu

Girnilegur humar sem forréttur á jólunum.
Girnilegur humar sem forréttur á jólunum. mbl.is/Eyþór

Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari gerði nýverið girnilegan humar með eplarjómasósu, sem hún mælir með að hafa í forrétt á jólunum. Það er hefð á hennar heimili að vera með kalkún í aðalrétt og leggur hún sig fram um að gera allar uppskriftir á þann hátt að þær séu einfaldar og með hollustuna í fyrirrúmi. 

Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari er fastheldin á það að hafa …
Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari er fastheldin á það að hafa kalkún í matinn á aðfangardag. Þegar kemur að meðlæti og forréttum er hún til í að prófa sig áfram. mbl.is/Eyþór
Humarinn tekur sig vel út á veisluborðinu hennar Helgu Margrétar.
Humarinn tekur sig vel út á veisluborðinu hennar Helgu Margrétar. mbl.is/Eyþór

Humar með eplarjómasósu

  • 500 g skelflettur humar
  • 2 gul epli
  • 50 g smjör

Sósa

  • 2 skalottlaukar, litlir
  • 1 dl hvítvín
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk. dijonsinnep
  • 1-2 tsk. fljótandi humarkraftur frá Tasty
  • Salt og pipar
  • Sósujafnari

Aðferð:

  1. Saxið laukinn smátt og steikið á olíu á pönnu. 
  2. Bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í um fimm mínútur. 
  3. Þykkið sósuna svo örlítið með sósujafnara. Því næst er sósan bragðbætt með kalkúnakrafti, salti, pipar og sinnepi. 
  4. Afhýðið eplin og skerið í smáa teninga. 
  5. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplunum í 1-2 mínútur. 
  6. Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í eina mínútu. Berið strax fram. 
  7. Mér finnst gott að bera þetta fram á ristuðu súrdeigsbrauði með fersku káli eða klettasalati. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Humar með eplarjómasósu á girnilegu brauði er góð hugmynd á …
Humar með eplarjómasósu á girnilegu brauði er góð hugmynd á jólunum. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert