Kartöflugratín með rifnum osti

Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt um jólin, aðeins öðruvísi kartöflur en í jafningi er hér ljúffengt kartöflugratín með rifnum osti. Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður sýnir hér hvernig má útbúa þennan skemmtilega rétt. 

Kartöflugratín með rifnum osti

Jafningur

  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 1 l mjólk
  • ½ tsk. salt
  • 1-3 msk. sykur
  • Ögn af múskati

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og hrærið hveiti saman við þannig að úr verði smjörbolla.
  2. Hellið mjólkinni varlega saman við og hrærið þar til blandan er kekkjalaus.
  3. Látið sjóða í nokkrar mínútur, hrærið vel á meðan og kryddið með salti, sykri og múskati eftir smekk.
  4. Bætið soðnum kartöflum út í jafninginn.

Kartöflur

  • 1 kg kartöflur

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar upp úr saltvatni.
  2. Skrælið kartöflurnar og skerið í sneiðar.
  3. Hitið ofninn í 180°C.
  4. Raðið í eldfast mót og setjið sósu á milli.
  5. Rífið ost að eigin vali yfir, og bakið þar til osturinn er bráðnaður.

 

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.

Kartöflugratín með rifnum osti.
Kartöflugratín með rifnum osti. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert