Í blaðinu Hátíðarmatur Hagkaup töfraði Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður ljúffenga uppskrift að hamborgarhrygg en hamborgarhryggur frá Hagkaup er ansi vinsæll veislumatur hjá landsmönnum.
Með hamborgarhryggnum mælir Snædís með ljúffengu rauðkáli með mandarínudressingu og villisveppasósu.
Ferskt rauðkál með fennel, mandarínum, myntu og ristuðum pekanhnetum
- 1 stk. rauðkálshaus
- 2 stk. fennel
- 6 stk. mandarínur
- 100 g pekanhnetur
- 20 g grenisíróp
- salt
Aðferð:
- Hitið ofninn í 160°C.
- Setjið grenisíróp, eða það síróp sem ykkur finnst best, yfir pekanhneturnar og ristið í ofninum í 6-8 mínútur.
- Skerið fennel með mandólíni eða í þunnar sneiðar og setjið í dall með ísköldu vatni.
- Skerið rauðkálshausinn einnig með mandólíni eða í þunnar sneiðar.
- Takið hýðið af mandarínunum og takið bátana í sundur.
- Blandið rauðkáli og fenneli saman.
- Dreifið mandarínudressingunni á salatið og stráið pekanhnetum yfir.
Ferskt rauðkál með fennel, mandarínum, myntu og ristuðum pekanhnetum.
mbl.is/Eyþór
Mandarínudressing
- 4 stk. mandarínur
- 1 msk. sítrónusafi
- 1 tsk. dijonsinnep
- grenisíróp
- 1 grein mynta
- salt
Aðferð:
- Maukið mandarínur í matvinnsluvél og sigtið hratið vel frá.
- Blandið saman mandarínusafa og dijonsinnepi.
- Smakkið til með sítrónusafa sirka 1 msk og saxið myntu út í.
- Smakkið til með salti og sírópi.
Villisveppa-sósa
- 100 g þurrkaðir villisveppir
- 500 g kastaníusveppir
- 100 ml. púrtvín
- 2 skalottlaukar
- 2 hvítlauksrif
- 2 greinar garðablóðberg
- 400 ml. rjómi
- 50 g smjör
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Leggið villisveppina í bleyti í sjóðandi heitt vatn þannig að fljóti yfir þá.
- Skerið kastaníusveppina og laukinn í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita í potti.
- Þegar kominn er fallegur litur á sveppina er púrtvíninu hellt yfir og látið sjóða niður um helming.
- Kreistið mesta vatnið úr villisveppunum og skerið þá í litla bita.
- Hellið vatninu af sveppunum út í pottinn ásamt sveppunum, garðablóðberginu og rjómanum.
- Sjóðið allt saman í nokkrar mínútur til að ná fram sem mestu bragði.
- Veiðið garðablóðbergið upp úr pottinum og blandið sósuna með töfrasprota, án þess þó að mauka sveppina of mikið.
- Ef sósan er of þykk er best að þynna hana með örlitlu vatni.
- Smakkið sósuna til með salti, pipar og púrtvíni.
Þessar uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.