Hátíðlegur kalkúnn á jólunum

Eyþór Árnason

Einn ást­sæl­asti rit­höf­und­ur þjóðar­inn­ar, Ragn­ar Jónas­son, er þekkt­ur fyr­ir að gera hátíðlega kalk­úna­veislu um jól­in. Ilm­ur­inn þegar hann eld­ar berst um borg­ina enda mæl­ir hann með að hafa kalk­ún­inn stór­an og veg­leg­an. Hér deil­ir hann góm­sæt­um upp­skrift­um að mat sem gott er að gæða sér á meðan bók­in hans, Hulda, er les­in en hún ger­ist meðal ann­ars á aðfanga­dags­kvöld.

Hátíðlegur kalkúnn á jólunum

Vista Prenta

Heil­steikt­ur kalk­únn með fyll­ingu

  • 1 kalk­únn 8 kg
  • bráðið smjör
  • salt
  • pip­ar
  • kalk­únakrydd

Aðferð:

  1. Þerrið kalk­ún­inn að inn­an og fyllið.
  2. Penslið hann með smjöri og kryddið með salti, pip­ar og kalk­únakryddi.
  3. Steikið í 45 mín­út­ur á hvert kíló við 180°C.
  4. Ausið soðinu úr ofnskúff­unni yfir fugl­inn á 30 mín. fresti.
  5. Hækkið hit­ann í 200-220°C á síðustu 10-15 mín. til að fá fal­leg­an og stökk­an ham.
Ilmurinn úr eldhúsinu er dásamlegur á jólunum hjá Ragnari Jónassyni …
Ilm­ur­inn úr eld­hús­inu er dá­sam­leg­ur á jól­un­um hjá Ragn­ari Jónas­syni rit­höf­undi. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Fyll­ing

  • 3 epli
  • ½ rauð paprika
  • 1 lauk­ur
  • 1 gul­rót
  • 1 sell­e­rístilk­ur
  • 250 g svepp­ir
  • 2 dl kast­an­íu­hnet­ur
  • 6 sneiðar af bei­koni
  • 8 ristaðar brauðsneiðar
  • 1 msk. sal­vía
  • 1 egg
  • 100 g smjör til steik­ing­ar
  • salt
  • pip­ar

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn.
  2. Skerið allt annað í ten­inga og steikið allt sam­an í smjöri á stórri pönnu. Græn­metið á ekki að brún­ast.
  3. Skerið bei­konið í smá­bita og steikið með.
  4. Takið pönn­una af hit­an­um.
  5. Afhýðið epl­in og skerið í bita.
  6. Gróf­hakkið hnet­urn­ar.
  7. Takið skorp­una af brauðinu og skerið það í ten­inga.
  8. Bætið olíu á pönn­una og kryddið.
  9. Í lok­in er egg­inu hrært út í og því bætt sam­an við fyll­ing­una.
Prenta

Sós­an

  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 1 l soð úr skúff­unni
  • 2½ dl rjómi

Soð í sós­una

  • 2 l vatn
  • 1 lauk­ur
  • 2 gul­ræt­ur
  • 1 sell­e­rístilk­ur
  • 10 pip­ar­korn
  • 1 lár­viðarlauf
  • 2 neg­ulnagl­ar
  • 1 bréf Tasty kalk­únakraft­ur

Aðferð:

  1. Setjið 2 l af vatni í skúff­una und­ir grind­ina. 
  2. Grófsaxið græn­metið og setjið í skúff­una. 
  3. Þegar 30 mín. eru eft­ir er soðið sigtað í pott og fit­an fleytt ofan af. 
  4. Bakið upp með smjör­bollu og bragðbætt með rifs­berja­hlaupi, rjóma og ögn af sérríi ef vill. 
  5. Setja má kalk­únakraft út í sós­una eft­ir smekk. 
Prenta

Sæt­ar kart­öfl­ur með syk­ur­púðum

  • 2 stór­ar sæt­ar kart­öfl­ur
  • ¼ bolli smjör
  • 3 skeiðar olía
  • ½ bolli syk­ur (má vera púður­syk­ur)
  • ¼ tsk. salt
  • ½ tsk. kanill
  • 2 boll­ar syk­ur­púðar

Aðferð:

  1. Skerið sætu kart­öfl­urn­ar niður og setjið í ofn­fast mót og ýrið aðeins olíu yfir. 
  2. Bræðið syk­ur á pönnu með smjöri og hellið yfir kart­öfl­urn­ar, ásamt kanil og salti. 
  3. Bakið þar til kart­öfl­urn­ar verða stökk­ar og girni­leg­ar. 
  4. Þá má setja syk­ur­púðana yfir og baka í nokkr­ar mín­út­ur eft­ir smekk. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Margir velja að elda heilan kalkún á jólunum.
Marg­ir velja að elda heil­an kalk­ún á jól­un­um. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert