Meistarakokkurinn Snædís Jónsdóttir deilir hér með lesendum ljúffengri uppskrift að andabringum ásamt meðlæti en í myndbandinu hér að ofan má sjá hvernig hægt er að útbúa þessa dásamlegu máltíð á einfaldan hátt.
Andabringur
- 1 stk. andabringa á mann
- smjör
- timían
- hvítlauksgeiri
Aðferð:
- Verkið andabringuna og skerið raufar í skinnið. Passið að fara ekki í gegnum skinnið, aðeins rétt yfir.
- Setjið pönnu á helluna og setjið á milliháan hita.
- Setjið bringuna strax á kalda pönnuna og passið að leyfa henni að brúnast vel á skinninu í um það bil fjórar mínútur.
- Þegar andabringan er orðin gullinbrún þá er sett smjör, timían og hvítlaukur á pönnuna.
- Notið skeið til að hella smjörinu yfir bringuna svo hún gullbrúnist enn betur.
- Takið bringuna af pönnunni í kjarnhita u.þ.b. 49°C og hún á að enda í u.þ.b. 57°C.
Andabringa með pönnusteiktum plómum, pönnusteiktu grænkáli og krækiberjasósu.
mbl.is/Eyþór
Pönnusteiktar plómur
Aðferð:
- Hitið pönnu á miðlungshita, steikið plómurnar upp úr olíu og salti.
Pönnusteikt grænkál
- 1 poki grænkál
- salt
- olía
- sítrónusafi
Aðferð:
- Hitið pönnu á miðlungshita.
- Snöggsteikið grænkálið upp úr olíu og salti.
- Setjið sítrónusafa yfir í lokin.
Krækiberjasósa
- 750 ml kjúklingasoð
- 750 ml krækiberjasafi
- 100 ml rauðvín
- eplaedik
- 100 g smjör
- 5 gr timíanlauf
- salt
Aðferð:
- Hellið rauðvíni og krækiberjasafa í pott og sjóðið niður um 3/4.
- Bætið kjúklingasoði saman við og sjóðið niður um helming.
- Smakkið sósuna til með eplaediki og salti.
- Að lokum er smjöri hrært saman við ásamt timianlaufum.
Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.