Smjörsprautað kalkúnaskip að hætti Helgu Möggu

Helga Margrét Gunnarsdóttir deilir með lesendum girnilegri uppskrift af sætkartöflumús …
Helga Margrét Gunnarsdóttir deilir með lesendum girnilegri uppskrift af sætkartöflumús sem hentar vel með kalkúnaskipinu sem hún gerir á jólum. mbl.is/Eyþór

„Við fjöl­skyld­an erum alltaf með kalk­ún á jól­un­um og yf­ir­leitt er það smjörsprautaða kalk­úna­skipið frá Hag­kaup sem verður fyr­ir val­inu. Það er fljót­legt og ein­falt enda er oft mikið að gera á heim­il­inu með þrjú börn. Meðlætið er mis­jafnt hjá okk­ur en ég er yf­ir­leitt með sæt­kart­öflumús og svo er fyll­ing­in ómiss­andi,“ seg­ir Helga Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir nær­ing­arþjálf­ari sem deil­ir hér skemmti­leg­um holl­um upp­skrift­um fyr­ir jól­in.

Upp­skrift Helgu Mar­grét­ar að hum­ar í eplar­jómasósu sem gott er að hafa í for­rétt með smjörsprautaða kalk­úna­skip­inu má sjá hér

Upp­skrift Helgu Mar­grét­ar að rjóma/​skyrís með þrista­köku­deigi sem gott er að hafa í eft­ir­rétt má sjá hér.

Helga Margrét er með skemmtilegt matarborð sem snýr að eldhúsinu, …
Helga Mar­grét er með skemmti­legt mat­ar­borð sem snýr að eld­hús­inu, þar sem hún hef­ur mjög gam­an af því að vera. mbl.is/​Eyþór
Girnilegt kalkúnaskip sem er smjörsprautað fæst í Hagkaup og er …
Girni­legt kalk­úna­skip sem er smjörsprautað fæst í Hag­kaup og er mjög ein­falt að elda það. mbl.is/​Eyþór

Smjörsprautað kalkúnaskip að hætti Helgu Möggu

Vista Prenta

Kalk­úna­skip

  • 2 kg kalk­úna­skip úr Hag­kaup
  • 1 ferna brún sæl­kerasósa frá Íslands­sós­um
  • 1 bréf Tasty-kalk­únasósu­grunn­ur
  • 1 te­skeið dijons­inn­ep

Aðferð:

  1. Kalk­úna­skipið er ein­falt í eld­un og mælt með því að elda það í lokuðu fati.
  2. Gott er að skafa krydds­mjörið af sem verður eft­ir í umbúðunum og smyrja því á kalk­ún­inn. Hann er eldaður eft­ir leiðbein­ing­um á pakk­an­um í 45 mín á kíló.
  3. Ég er oft­ast með um 2 kg fugl og þá finnst mér óþarfi að ausa yfir hann meðan á eld­un­inni stend­ur, aðeins um 1,5 klst., en ef ég er með þyngri og stærri fugl er ágætt að ausa smá af því sem lek­ur af hon­um einu sinni meðan á eld­un­inni stend­ur.
  4. Ég er með ein­falda sósu; 500 ml til­búna sæl­kerasósu sem ég blanda sam­an við Tasty-kalk­únasósu­grunn. Set helm­ing­inn af grunn­in­um, blanda hon­um sam­an við 200 ml af vatni. Mjög gott að blanda smá dijons­inn­epi sam­an við.​
Fallegt salat sem meðlæti, sem má setja upp eins og …
Fal­legt sal­at sem meðlæti, sem má setja upp eins og aðventukr­ans. mbl.is/​Eyþór
Fyllingin setur alltaf punktinn yfir i-ið þegar kemur að jólamatnum.
Fyll­ing­in set­ur alltaf punkt­inn yfir i-ið þegar kem­ur að jóla­matn­um. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Fyll­ing

„Ég veit ekki hvaðan þessi upp­skrift kem­ur, en ég er með hana skrifaða á miða hér heima. Ég hef búið hana til á hverju ári und­an­far­in 13 ár eða svo.“

  • ​150 g bei­kon í sneiðum
  • ​100 g smjör
  • ​2 lauk­ar, saxaðir
  • ​1-2 sell­e­rí­stöngl­ar, saxaðir
  • ​1 stórt brauð
  • ​100 g pek­an­hnet­ur, grófsaxaðar
  • ​1 tsk sal­vía, þurrkuð eða fersk
  • ​½ tsk. salt, ½ tsk pip­ar
  • ​2 egg
  • ​200 ml kjúk­linga­soð
  • ​½ tsk. timí­an

Aðferð:

  1. ​Bei­konið steikt þar til það er stökkt, það er svo skorið smátt.
  2. Smjörið er á meðan brætt í potti. Lauk­ur og sell­e­rí steikt í smjör­inu þar til það er orðið mjúkt.
  3. Brauðið skorið í bita, skorp­an skor­in af, brauðbit­um, hnet­um, salvíu, timí­ani, pip­ar og salti bætt út í og öllu hrært sam­an.
  4. Pott­ur­inn tek­inn af hit­an­um og þetta látið kólna ör­lítið. Eggj­un­um og soðinu er svo blandað sam­an við.
  5. ​Sett í eld­fast mót og svo hitað áður en það er borið fram.
  6. Ég geri þessa fyll­ingu oft á þor­láks­messu, það kem­ur svo dá­sam­leg­ur ilm­ur í húsið. Einnig er hægt að gera hana með meiri fyr­ir­vara og frysta.​
Sætkartöflumús hentar sérstaklega vel með kalkúni á jólum.
Sæt­kart­öflumús hent­ar sér­stak­lega vel með kalk­úni á jól­um. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Sæt­kart­öflumús

  • 1 stór sæt kart­afla 7-800 g
  • ​50 g rjóma­ost­ur
  • ​2-3 msk. hun­ang
  • ​1 tsk múskat
  • ​salt og pip­ar

Aðferð:

  1. ​Kart­afl­an af­hýdd og gufu­soðin þar til hægt er að stinga gaffli í gegn­um hana, um 25 mín­út­ur. Það er hægt að stappa kart­öfl­urn­ar í skál og blanda svo öll­um inni­halds­efn­un­um sam­an við eða nota bland­ara eða töfra­sprota í verkið.

Þess­ar upp­skrift­ir, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Ostabakinn minnir á jólin.
Osta­bak­inn minn­ir á jól­in. mbl.is/​Eyþór
Allt jólaskraut á borðinu fæst í Hagkaup.
Allt jóla­skraut á borðinu fæst í Hag­kaup. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert