Berskjöldun

„Skíthrædd er vönduð og skemmtileg sýning. Hún býr yfir kvenlegri …
„Skíthrædd er vönduð og skemmtileg sýning. Hún býr yfir kvenlegri einlægni og ber hæfni Unnar Elísabetar gott vitni,“ segir rýni um nýjan sjálfsævisögulegan söngleik Unnar Elísabetar sem nefnist Skíthrædd. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Að kvöldi alþjóðlegs bar­áttu­dags kvenna 8. mars lagði ég leið mína í Þjóðleik­hús­kjall­ar­ann til að sjá frum­sýn­ing­una Skít­hrædd, sjálfsævi­sögu­leg­an söng­leik eft­ir Unni Elísa­betu Gunn­ars­dótt­ur í leik­stjórn Katrín­ar Hall­dóru Sig­urðardótt­ur. Sýn­ing­in var góður end­ir á þess­um degi, létt og skemmti­leg en líka djúp og al­vöru­gef­in. Það hljóm­ar kannski ein­kenni­lega að fara á söng­leik í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um því þar er lágt til lofts, sviðið er pínu­lítið og býður ekki upp á nein­ar leik­hús­brell­ur og plássið fyr­ir áhorf­end­ur er tak­markað. Söng­leik­ur var þetta engu að síður eða eins og Nú­tíma­málsorðabók Árna­stofn­un­ar skil­grein­ir hug­takið: „leik­ur, leik­rit eða kvik­mynd, þar sem söng­ur og dans eru stórt atriði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Menning, Dans — Fleiri fréttir

Fimmtudaginn 14. ágúst

Fimmtudaginn 22. maí