Dómur: Gullkistan á Melunum

Teikning þessi eftir Mugg er meðal þess sem fjallað er …
Teikning þessi eftir Mugg er meðal þess sem fjallað er um í bókinni.

Þetta er fal­leg bók í stóru broti og einkar áhuga­verð, vel úr garði gerð og vand­lega próf­arka­les­in. Til­efni út­gáf­unn­ar er að 30 ár eru liðin frá því að bók­hlaðan mikla vest­ur á Mel­um var opnuð 1. des­em­ber 1994.

„Með bók­inni er ætl­un­in að sýna fjöl­breytni safn­kosts­ins, svo sem bæk­ur, tíma­rit, dag­blöð, gagna­grunna, hljóm­plöt­ur, nót­ur og tón­list­ar­efni, einka­skjöl, hand­rit, kort, vefsíður og dæg­ur­prent. Í bók­inni er vak­in at­hygli á efni sem lítið hef­ur verið fjallað um áður, í bland við þekkt­ari ger­sem­ar úr safn­kost­in­um“ (7) seg­ir lands­bóka­vörður í inn­gangi. Starfs­menn safns­ins velja gripi úr safn­kost­in­um og skrifa um þá og fylg­ir mynd eða mynd­ir hverri grein­ar­gerð.

Eitt og annað kem­ur kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, en flest er ný­stár­legt öll­um al­menn­ingi og jafn­vel þeim sem eru tíðir gest­ir á þjóðar­bók­hlöðunni. Grein­arn­ar segja sögu viðkom­andi safn­kosts, en vísa einnig flest­ar út fyr­ir sig, ef svo má segja, til annarra safn­gripa, til ein­stakra viðburða, út í þjóðfé­lagið vítt og breitt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Menning, Dans — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 22. maí