Súpermann

„Þetta er Laddi er þegar heilt er á litið firnaskemmtileg …
„Þetta er Laddi er þegar heilt er á litið firnaskemmtileg kvöldskemmtun með fálmara sem snerta við ólíkum hlutum taugakerfisins.“ Hér eru Þórhallur Sigurðsson, Vilhelm Neto og Vala Kristín Eiríksdóttir. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Breski þúsundþjala­smiður­inn og þjóðarger­sem­in Stephen Fry lét einu sinni orð falla sem sitja í mér. Hann var að tala um ABBA (af öll­um hlut­um) og sagði eitt­hvað á þá leið að það merki­lega við sköp­un­ar­verk sænska kvart­etts­ins væri að þau væru svo miklu betri en þau þyrftu að vera. Tón­list­in þeirra hefði haft nokk­urn veg­inn sömu áhrif og skapað þeim álíka mikl­ar vin­sæld­ir þótt þau Agnetha, Benny, Björn og Frida hefðu ekki lagt alla þessa fág­un og hugs­un í allt sem þau gerðu.

Það er freist­andi að heim­færa þessa pæl­ingu á „þjóðarger­semaþríleik“ Ólafs Eg­ils Eg­ils­son­ar og sam­verka­fólks hans. Laustengd­ar tón­list­ar­dag­skrár þar sem stiklað hefði verið á stóru í ævi Ellyj­ar Vil­hjálms og Bubba Mort­hens hefðu vafa­laust full­nægt flest­um. Þess í stað feng­um við vel byggða og ígrundaða drama­tíska söng­leiki. Og ekki nóg með það: báðir fengu þeir sitt eigið form sem tók mið af efn­inu og nýtti eig­in­leika lífs­hlaups og list­ar aðal­per­són­anna á frum­leg­an hátt. Í Elly tókst einkar vel að nýta lög úr ólík­um átt­um til að varpa ljósi á til­finn­inga­legt ferðalag söngdrottn­ing­ar­inn­ar, og hin mörgu ham­skipti Ásbjörns Krist­ins­son­ar kölluðu á fjölda leik­enda til að taka á sig mynd á ólík­um ævi­skeiðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Menning, Leiklist — Fleiri fréttir

Fimmtudaginn 24. júlí

Miðvikudaginn 2. júlí

Fimmtudaginn 26. júní

Sunnudaginn 22. júní

Fimmtudaginn 12. júní

Miðvikudaginn 11. júní

Þriðjudaginn 10. júní

Sunnudaginn 8. júní

Miðvikudaginn 4. júní

Laugardaginn 31. maí

Föstudaginn 30. maí

Miðvikudaginn 28. maí

Föstudaginn 23. maí

Fimmtudaginn 22. maí

Miðvikudaginn 21. maí

Mánudaginn 19. maí