Sigursælir Tvíburabræðurnir með verðlaunagripi eftir Íslandsmót skákfélaga fyrr á þessu ári.
Sigursælir Tvíburabræðurnir með verðlaunagripi eftir Íslandsmót skákfélaga fyrr á þessu ári. — Ljósmynd/Hallfríður Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það finnst a.m.k. eitt dæmi þess að bræður hafi teflt samtímis í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands. Greinarhöfund rekur minni til þess að Jón L. og Ásgeir Þór Árnasynir hafi teflt á þessum vettvangi árið 1977 og hafði sá yngri sigur og varð Íslandsmeistari 16 ára gamall

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Það finnst a.m.k. eitt dæmi þess að bræður hafi teflt samtímis í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands. Greinarhöfund rekur minni til þess að Jón L. og Ásgeir Þór Árnasynir hafi teflt á þessum vettvangi árið 1977 og hafði sá yngri sigur og varð Íslandsmeistari 16 ára gamall. Ásgeir Þór varð í 3. sæti. Í keppni landsliðsflokks 2025 liggur nú fyrir að tvíburabræður, Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir, eiga báðir þátttökurétt í landsliðsflokki eftir að hafa náð tveimur efstu sætunum í keppni áskorendaflokks Skákþings Íslands sem lauk um síðustu helgi. Bárður varð einn efstur, hlaut 7½ v. af 9 mögulegum, en Björn bróðir kom í humátt á eftir ásamt Gauta Páli Jónssyni en þeir hlutu báðir 7 vinninga af 9 mögulegum og í 4.-5. sæti urðu Arnar Milutin og Lenka Ptacnokova með 6 vinninga. Þar sem Björn var hærri á mótsstigum en Gauti Páll hlaut hann hitt sætið sem keppt var um.

Hæfileikamaðurinn Sigurður G. Daníelsson

Sigurður Gunnar Daníelsson var þekktur innan skákhreyfingarinnar sem einstæður hæfileikamaður með skemmtilegan skákstíl sem einkenndist af hömlulausri sköpunargleði sem kom honum í bobba á stundum en fallegir sigrar fylgdu með og alltaf sat eftir gleðin yfir góðri baráttu. Tónlistin var alla tíð hans aðalstarfsvettvangur og hann starfaði víða um land, t.d. á Vesturlandi og Vestfjörðum en síðast á Raufarhöfn. Hann var organisti, tónlistarkennari, kórstjóri, gaf út disk með dinnertónlist og var skipuleggjandi merkra viðburða. Þess utan var hann frábær teiknari. Mun mikið efni liggja eftir hann sem nokkrir vinir hans hafa fullan hug á að gefa út. Afar glaðsinna maður og það var alveg greinilegt að félagar hans í skákfélaginu Goðanum mátu hann mikils enda tefldi hann í mörg ár fyrir félagið og vann meistaramót þess árið 2016. Athygli mína vöktu þeir á skák sem Sigurður tefldi við gamlan vin sinn á Íslandsmóti, Sævar Bjarnason. Framan af virtist Sævar hafa í fullu tré við andstæðing sinn en þegar fram í sótti tókst Sigurði með skemmtilegum tilfæringum að veiða hrók Sævars í net sitt og innbyrða síðan vinninginn með nokkrum snjöllum leikjum:

Skákþing Íslands 1982, landsliðsflokkur:

Sigurður Daníelsson –Sævar Bjarnason

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 Rc6 7. Dd2 Be7 8. 0-0-0 0-0 9. f4 h6 10. Bxf6 Bxf6 11. Rxc6 bxc6 12. Dxd6 Db6 13. e5 Hd8 14. Da3 De3+ 15. Kb1 Hxd1 16. Rxd1 Dxa3 17. bxa3 Be7 18. a4 Hb8+ 19. Kc1

Nokkuð rakin atburðarás eftir þekkta leiki Sikileyjarvarnar. Hér er best að leika 19. … Hb4 og svara 20. g3 með 20. … g5!

19. … Ba3+ 20. Kd2 Hb4 21. g3 Þótt óHxa4 22. Bd3 Bb4+ 23. Ke2 Hxa2 24. Re3 Bc3?

Betra var að bæta kóngsstöðuna með 24. … Kf8.

25. Hb1 Hb2 26. Hd1 Kf8 27. Bc4!

Skyndilega opnast leið fyrir hrókinn til d8 en meira býr undir.

27. … Ke7 28. Kd3 Bb4 29. Ha1 Bc5 30. Bb3!

Með skemmtilegum tilfærslum er hrókurinn á b2 lokaður inni.

30. … Kd8 31. Rc4 Hxb3 32. cxb3 Kc7 33. Kc3 a6 34. b4 Be7 35. Hd1 Bd7 36. Rd6 f6 37. Kc4 g5 38. Rb7!

Riddarinn haslar sér völl á c5.

38. … gxf4 39. gxf4 fxe5 40. fxe5 Bg5 41. Rc5 Bc8 42. Hf1 Be7 43. Hf7 Kd8 44. Re4 Bd7 45. Hh7 Bf8 46. Rf6 Bc8 47. Hh8 Ke7 48. Rh7

og svartur gafst upp.