Íslenskukennarar mínir Snæbjörn Jónsson og Gísli Jónsson leiðbeindu okkur nemendum um það, hvað þætti gott mál, og gerðu það vel. Undanfarið hef ég tekið eftir því að sumir kennarar skrifa frekar um rétt mál

Íslenskukennarar mínir Snæbjörn Jónsson og Gísli Jónsson leiðbeindu okkur nemendum um það, hvað þætti gott mál, og gerðu það vel. Undanfarið hef ég tekið eftir því að sumir kennarar skrifa frekar um rétt mál. Kannski er sú meinloka ein ástæða þeirrar uppgjafar á leiðsögn um gott mál sem kemur fram hjá málfarspáfa RÚV og uppgjafaprófessornum sem fréttamenn RÚV tala við, einan íslenskufræðinga, tryggir vandræðalegri einsleitninni þar á bæ. Hafið þið annars tekið eftir því að heiti margra tungumála endar á ka, eins og fólka?

Mál og kyn á Akureyri.

Uppgjöf RÚV var gertæk, vönduð.

Hvorugkyn og fólkin fleiri.

Fólkan gildir, tungan blönduð.

Af úrvals lausnum er ei ríkur

undanhaldsins ráðunautur.

Málfars flótti löðrung líkur.

Lakleg tilsögn klútur blautur.

Karllæg fólkska fráleitt gerleg,

fólkkyni um að kenna.

Mannkyn þreytt og fækkun ferleg;

fjöldaúrsögn kvenna.

Guðjón Smári Agnarsson