Landsframleiðsla á Íslandi er 34% yfir meðaltali 36 Evrópuríkja sem borin eru saman á vef Hagstofunnar. Aðeins olíuríkið Noregur, fjármálaríkið Lúxemborg, bankaríkið Sviss og lágskattaríkið Írland eru ofar

Landsframleiðsla á Íslandi er 34% yfir meðaltali 36 Evrópuríkja sem borin eru saman á vef Hagstofunnar. Aðeins olíuríkið Noregur, fjármálaríkið Lúxemborg, bankaríkið Sviss og lágskattaríkið Írland eru ofar.

Vísbendingar eru um að efnahagslegar þrengingar í mörgum Evrópuríkjum eigi sinn þátt í aðflutningi erlendra ríkisborgara til landsins. Til dæmis fluttu hingað 911 frá Spáni frá 1. desember 2019 til 1. maí 2024, 600 frá Portúgal og 659 frá Ítalíu. Atvinnuleysi mældist þannig 22,8% meðal 25 ára og yngri á Ítalíu í vor, 28,2% á Spáni og 23,1% í Portúgal. Hins vegar hafa enn fleiri innflytjendur flutt hingað frá Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu á síðustu árum. » 10