Sull Þessi mótmælandi skvetti litarefni yfir einkaþotu á flugvellinum.
Sull Þessi mótmælandi skvetti litarefni yfir einkaþotu á flugvellinum. — AFP/Just Stop Oil
Aðgerðasinnar á vegum samtakanna „Just Stop Oil“ skáru í gær á girðingu á Stansted-flugvelli á Bretlandi og ollu tjóni á einkaþotum sem þar stóðu. Voru þær spreyjaðar með slökkvitækjum sem innihéldu appelsínugula málningu

Aðgerðasinnar á vegum samtakanna „Just Stop Oil“ skáru í gær á girðingu á Stansted-flugvelli á Bretlandi og ollu tjóni á einkaþotum sem þar stóðu. Voru þær spreyjaðar með slökkvitækjum sem innihéldu appelsínugula málningu.

Samtökin héldu því fram að einkaþota Bandarísku söngkonunnar Taylor Swift væri þar, en svo er víst ekki að sögn lögreglu. Swift sé þó vissulega á tónleikaferðalagi á Bretlandi. Söngkonan hefur verið gagnrýnd undanfarin ár fyrir óhóflega notkun á einkaþotum. Tvær konur um tvítugt voru handteknar, grunaðar um glæpsamlegt athæfi og truflun á svæðinu.

Sl. miðvikudag unnu aðgerðasinnar á vegum samtakanna annað skemmdarverk og beindu þeir þá spjótum sínum að hinum fornu steinum Stonehenge. Voru tveir þá handteknir.

Samtökin krefjast þess að næsta ríkisstjórn Bretlands, sem kosin verður 4. júlí nk., skuldbindi með lögum Breta til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og það eigi síðar en árið 2030.