Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi halda tónleika á Kaffi Lyst á Akureyri í kvöld, 21. júní, kl. 21 og eru þeir hluti af tónleikaröð þeirra sem fram fer víða um land í sumar

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi halda tónleika á Kaffi Lyst á Akureyri í kvöld, 21. júní, kl. 21 og eru þeir hluti af tónleikaröð þeirra sem fram fer víða um land í sumar.

Munu Hróðmar og Ingibjörg flytja frumsamda tónlist af væntanlegri plötu sem þau unnu í sameiningu og einnig af sínum fyrri plötum; Ingibjörg af Meliae og Stropha og Hróðmar af plötu sinni samnefndri honum. Frítt er inn á tónleikana.