Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Traust þingmeirihlutans á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur majonesráðherra kom ekki á óvart, enda langar engan stjórnarflokkanna í kosningar. Bloggarinn Páll Vilhjálmsson bendir á að í raun hafi annað bjargað Bjarkeyju, og þar með ríkisstjórninni; það hafi verið tap Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningum.

Traust þingmeirihlutans á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur majonesráðherra kom ekki á óvart, enda langar engan stjórnarflokkanna í kosningar. Bloggarinn Páll Vilhjálmsson bendir á að í raun hafi annað bjargað Bjarkeyju, og þar með ríkisstjórninni; það hafi verið tap Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningum.

Hann nefnir að samstarf Sjálfstæðisflokks og vinstriflokksins, hverju nafni sem nefnist þann áratuginn, sé undantekning, en sérstakar pólitískar aðstæður hafi gert það mögulegt í nafni stjórnfestu og stöðugleika.

Þegar Katrín sagði af sér embætti forsætisráðherra hafi orðið ljóst „að ekki stæði til að framlengja undantekningu íslenskra stjórnmála. En pólitíska óþolið sem andstæðurnar höfðu byggt upp þurfti útrás. Tap Katrínar fyrir sex vikum tappaði af óþolinu og fór langt með að skapa starfsfrið stjórnarinnar út kjörtímabilið.

Það sem vó salt í forsetakosningunum voru persónuvinsældir Katrínar annars vegar og hins vegar óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Óvinsældirnar urðu þyngri á metunum. Skömmin var nánast áþreifanleg í samfélaginu er góður og gegnheill stjórnmálamaður var látinn ganga plankann til að pólitísk ólund fengi útrás. Stjórnmál eiga það til að laða fram miður geðþekka eiginleika lýðsins. Í þessu tilfelli vanþakklæti.“