Fjárhættuspil Hagnaður Happdrættis Háskóla Íslands rennur að hluta til uppbyggingar og viðhalds fasteigna skólans.
Fjárhættuspil Hagnaður Happdrættis Háskóla Íslands rennur að hluta til uppbyggingar og viðhalds fasteigna skólans. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Happdrætti Háskóla Íslands hagnaðist um rúma tvo milljarða króna árið 2023, samanborið við tæplega 1,6 milljarða króna hagnað árið áður

Happdrætti Háskóla Íslands hagnaðist um rúma tvo milljarða króna árið 2023, samanborið við tæplega 1,6 milljarða króna hagnað árið áður samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir síðasta ár.

Hreinar happdrættistekjur stofnunarinnar námu tæpum 3,8 milljörðum á síðasta ári og hækkuðu um 144 milljónir króna milli ára. Rekstrarhagnaður nam 1,8 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli ára.

Ríkisháskólinn Háskóli Íslands tapaði á sama tíma rúmum 645 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar nam hagnaður skólans 283 milljónum árið áður samkvæmt ársreikningi skólans. Tekjur skólans námu rúmum 35 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu úr 31 milljarði frá fyrra ári. Rekstrargjöldin voru nánast þau sömu í fyrra og árið 2023. Afkoma skólans fyrir fjármagnsliði var neikvæð upp á 522 milljónir króna en árið áður jákvæð upp á 17 milljónir. Eignir skólans námu tæpum 25 milljörðum og eigið fé um átta milljörðum. Eiginfjárhlutfallið nam 31,27% í lok síðasta árs.

Á síðustu tveimur árum hefur Happdrætti Háskóla Íslands ráðstafað 1,2 milljörðum til Háskóla Íslands til að byggja fasteignir og viðhalda þeim en það er einn megintilgangur stofnunarinnar.