Sigurður Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
39 af 1.304 í upphafi þessa árs fóru til fyrstu kaupenda, hinar 1.265 til útleigu.

Með fáum undantekningum hefur árlegur fjöldi íbúða í landinu verið minni en þörfin. Árið 2023 fjölgaði íbúðum um 3.196 samkvæmt tölum HMS og af þeim var 1.071 íbúð í eigu þeirra einstaklinga sem ekki áttu aðra íbúð, sem er 34% að fjölguninni. Á árunum 2018 til 2021 fjölgaði íbúðum í eigu einstaklinga sem ekki áttu aðra íbúð um 2.347 árlega að meðaltali, sem var meira en helmingur þeirra íbúða sem þá bættust við í landinu og helmingi fleiri en á síðasta ári.

Fjöldi þessara íbúða í ár var um 3% af viðbót íbúða fram að 17. júní á þessu ári, en ekki yfir 50% eins og hann var fyrir þremur og/eða fimm árum.

Þessi fækkun íbúða þeirra sem hafa keypt sér íbúð til eigin afnota skýrir þann aukna íbúðaskort sem við horfum nú upp á. Aðstoð okkar við íbúa Grindavíkur í gegnum ríkissjóð vegur ekki nema að hálfu á móti fækkuninni, sem verður samt mæld í þúsundum íbúða í ár.

Er þetta sú þróun sem við viljum horfa upp á?

Þessi þróun mun breyta þjóðfélaginu hratt hlutfallslega úr því að notendur íbúða eigi íbúðir sínar en leigi þær í staðinn.

Það þýðir að sú eignaaukning sem fylgir því að eiga íbúð safnast upp hjá leigusalanum en ekki hjá notanda íbúðarinnar.

Það má ganga út frá því að viðhaldskostnaður íbúðarinnar aukist þar sem vakandi auga eigandans hverfur og einnig hans framlag við að halda eigninni við og í staðinn kemur álag til að standa undir hagnaði leigusalans. Hæpið er líka að leigusalinn muni beita sér í því að nóg sé byggt á hverjum tíma, það er líklegt til að hafa áhrif á leiguna til lækkunar.

Er þetta það sem þjóðin vill?

Það er á ábyrgð stjórnvalda að byggt sé nóg af íbúðum í landinu á hverjum tíma til að allir geti haft þak yfir höfuðið og Seðlabankans að sjá til þess sem þarf á hans sviði, að stjórnvöldum takist það.

Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf.