Freyja er fædd í í Dalbæ við Vestmannabraut 9 í Vestmannaeyjum og ólst upp hjá foreldrum sínum í Dalbæ og á Nýlendu. Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941.

100 ára Freyja er fædd í í Dalbæ við Vestmannabraut 9 í Vestmannaeyjum og ólst upp hjá foreldrum sínum í Dalbæ og á Nýlendu. Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941.

Freyja vann afgreiðslustörf 1945 og síðan flutti til Vopnafjarðar þar sem Jóhann verðandi eiginmaður hennar bjó. Freyja og Jóhann bjuggu í Vopnafirði í fimm ár en fluttu til Vestmannaeyja 1952. Þau bjuggu meðal annars á Hólagötu 14 og á Vestmannabraut 42 (Nýlendu) og býr þar enn.

Nóttina sem eldgosið hófst 1973 fór fjölskyldan í land en þau fluttu aftur út í Eyjar örfáum árum síðar. Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Taílands, Hawaii og Rússlands.

Fjölskylda Eiginmaður Freyju var Jóhann Björnsson, f. 14.3. 1921 Í Veturhúsum á Jökuldalsheiði, d. 12.5. 2003, póstfulltrúi og sjúkrasamlagsforstjóri í Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband 11.10. 1947, og voru því gift í 55 ár.

Börn Freyju og Jóhanns: Björn Jóhannsson, lyfjafræðingur, búsettur í Hafnarfirði, f. 13.2.1949; Jenný Jóhannsdóttir lífeindafræðingur, búsett í Reykjavík, f. 26.4. 1950, Inga Jóhannsdóttir, f. 27.12. 1951, fv. verslunarmaður, búsett á Spáni við Alicante; andvana stúlka, f. 12.4. 1961 og Jón Freyr Jóhannsson, háskólakennari, búsettur á Bifröst, f. 17.5. 1962.

Foreldrar Freyju voru hjónin Jón Sveinsson, sjómaður í Dalbæ í Vestmannaeyjum, f. 1.11. 1891 í Rangárvallasýslu, d. 1977, og Jenný Jakobsdóttir, húsfreyja, f. 13.3. 1891 í Árnessýslu, d. 12.12. 1970, Jakob var bróðir Einars Jónssonar myndhöggvara.