Sjö Lilja Ágústsdóttir var markahæst gegn Ungverjum.
Sjö Lilja Ágústsdóttir var markahæst gegn Ungverjum. — Ljósmynd/Jon Forberg
Íslenska U20-ára landslið kvenna í handknattleik tapaði í framlengdum leik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands í aldursflokknum, 34:31.

Íslenska U20-ára landslið kvenna í handknattleik tapaði í framlengdum leik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands í aldursflokknum, 34:31, þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum HM 2024 í Skopje í Norður-Makedóníu í gær.

Íslenska liðið leikur þar með um fimmta til áttunda sæti á mótinu. Í dag mætir það Svíum sem töpuðu 25:21 fyrir Hollendingunum í átta liða úrslitunum í gær

Ungverjaland var yfir í hálfleik, 19:12, og komst í 21:12, en með magnaðri frammistöðu jafnaði Ísland metin í 29:29 rétt fyrir leikslok og skoraði þrjú síðustu mörkin.

Ungverjar voru síðan sterkari í framlengingunni og fara í undanúrslitin.

Markahæstar í liði Íslands voru Lilja Ágústsdóttir með 7 mörk, Elín Klara Þorkelsdóttir með 6 og Inga Dís Jóhannsdóttir með 5 mörk.