Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaðurinn reyndi úr Breiðabliki, var besti leikmaður 10. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaðurinn reyndi úr Breiðabliki, var besti leikmaður 10. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Katrín átti mjög góðan leik og skoraði bæði mörk Breiðabliks í útisigri gegn Keflavik, 2:0, á þriðjudagskvöldið en hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína og er í liði 10. umferðar sem sjá má hér til hliðar.

FH vann Tindastól 4:1 í fyrrakvöld og Víkingur vann Stjörnuna 3:2. Einkunnagjöf Morgunblaðsins úr þessum leikjum er þessi:

Eitt M: Arna Eiríksdóttir (FH), Ída Marín Hermannsdóttir (FH), Breukelen Woodard (FH), Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH), Andrea Rán Hauksdóttir (FH), Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH), Monica Wilhelm (Tindastóli), Bryndís Haraldsdóttir (Tindastóli), Gwendolyn Mummert (Tindastóli), Jordyn Rhodes (Tindastóli), Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingi), Shaina Ashouri (Víkingi), Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingi), Emma Steinsen (Víkingi), Bergdís Sveinsdóttir (Víkingi), Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjörnunni), Esther Rós Arnarsdóttir (Stjörnunni), Úlfa Dís Úlfarsdóttir (Stjörnunni).

Dómarar: Ásmundur Þór Sveinsson 8, Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson 9.