Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson stofnuðu Bygg
árið 1984.
Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson stofnuðu Bygg árið 1984. — Morgunblaðið/ Arnaldur
Byggingarfélag Gunnars og Gylfa (Bygg) skilaði rösklega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári

Byggingarfélag Gunnars og Gylfa (Bygg) skilaði rösklega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári, en árið á undan var hagnaðurinn ríflega 800 milljónir.

Tekjur félagsins námu 11 milljörðum og jukust um 43% á milli ára. Rekstrargjöld námu 9 milljörðum. Skuldir félagsins námu 11 milljörðum og eigið fé 12 milljörðum.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að verkefnastaða félagsins undir árslok hafi verið mjög sterk en reiknað er með að nokkrum af stærri verkefnum í vinnslu um áramót muni ljúka í ár.