Molta. Matarleifum sem berast Sorpu er breytt í moltu í Gaju.
Molta. Matarleifum sem berast Sorpu er breytt í moltu í Gaju. — Morgunblaðið/KHJ
„Við erum með blátt haf fyrir framan okkur hvað þetta varðar,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, í samtali við Morgunblaðið, spurður út í moltuverkefni þeirra.

Sorpa hefur verið að bjóða almenningi moltu að kostnaðarlausu síðan sumardaginn fyrsta, en hægt er að nálgast hana á endurvinnslustöðvum fyrirtækisins við Breiðhellu, Sævarhöfða og Ánanaust.

Gunnar segir verkefnið ganga ótrúlega vel og er stefnan sett á að bjóða moltu út sumarið á meðan eftirspurn er.

Að sögn Gunnars verður moltan aðgengileg almenningi að kostnaðarlausu á næstunni en útilokar þó ekki að breytingar verði þar á í framtíðinni.

Matarleifunum sem berast Sorpu er breytt í molti í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Gunnar lýsir Gaju sem „loftslagshetju”.

Að sögn Gunnars munu starfsmenn Sorpu vinna að því í haust og vetur að finna moltunni farveg í massavís. Verður þá til að mynda rætt við bændur og skógræktarfélög.

María Hjörvar
mariahjorvar@mbl.is