Kosningar. Marine Le Pen fagnaði árangri í fyrri umferð kosninganna.
Kosningar. Marine Le Pen fagnaði árangri í fyrri umferð kosninganna. — AFP/Francois Lo Presti
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi verður haldin á sunnudag. Eftir stórsigur Þjóðfylkingar Marine Le Pen í fyrri umferð hafa hinir flokkarnir myndað saman bandalag gegn Þjóðfylkingunni.

Yfir 200 frambjóðendur úr öðrum flokkum hafa því dregið framboð sín til baka svo að einvígi verði í flestum kjördæmum gegn frambjóðendum Þjóðfylkingarinnar.

Af 577 þingsætum tryggðu 76 sér sitt þingsæti í fyrri umferð. Það er því 501 þingsæti í boði. Í 408 kjördæmum verður einvígi, í 90 kjördæmum eru þrír í framboði og 24 kjördæmum verða fjórir í framboði.