Sund. Ungir sem aldnir ættu að drífa sig í sund sem allra fyrst.
Sund. Ungir sem aldnir ættu að drífa sig í sund sem allra fyrst.
Nú er verið að jagast yfir gjaldtöku fyrir sundferðir eldri borgara. Það er skrýtið ef menn yrðu allt í einu ekki borgunarmenn fyrir smá yndisauka í lífinu við það að útfylla sextugasta og sjöunda árið.

Íslendingar eru sem betur fer flestir bjargálna og marga munar ekki um að borga þessi fjögur þúsund fyrir árskort, og eins er með komugjöld þeirra eldri á heilsugæsluna, þau voru ekki há. Síðan þau voru lögð niður hefur allt gengið öndvert í heilbrigðismálum með læknaskorti og lengri bið eftir þjónustu.
Landsmenn hafa allir lífeyri, og hefðu vel til hnífs og skeiðar ef ekki væri fyrir himinhátt matarverð og galinn húsnæðiskostnað.
Í það fara aurar almennings en ekki í saklausa afþreyingu eins og sund eða að koma við á heilsugæslu öðru hvoru.
Í því samhengi virðist sundkortið harla léttvægt en það getur viðhaldið sjálfsvirðingunni að taka upp debetkortið og greiða sinn hlut.
Það er er ekki síður lýðheilsa í því fólgin en sundinu sjálfu og félagsskapnum.