Bílar Vegagerðin áætlar að umferðin yfir árið aukist um 3,4%.
Bílar Vegagerðin áætlar að umferðin yfir árið aukist um 3,4%. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umferðin á hringveginum í nýliðnum júlímánuði var einu prósentustigi meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur aldrei fyrr mælst meiri umferð á hringveginum. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var 3,2% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra

Umferðin á hringveginum í nýliðnum júlímánuði var einu prósentustigi meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur aldrei fyrr mælst meiri umferð á hringveginum. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var 3,2% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra.

Í umfjöllun Vegagerðarinnar um umferðarmælingarnar á hringveginum kemur fram að meðalumferðaraukningin í seinasta mánuði hafi verið 2,8%, svo þessi aukning nú er talsvert undir meðallagi. Þessi litla aukning leiddi engu að síður til þess að slegið var umferðarmet um hringveginn í júlí, sem aftur leiðir til þess að líklega verður þetta nýtt heildarmet, þar sem júlí er jafnan umferðarmesti mánuður ársins á hringveginum. Alls fóru samtals 126 þúsund ökutæki yfir mælisniðin 16 á dag í júlí. Hafa ber í huga að sama ökutækið getur komið fram á fleiri en einum stað,“ segir þar.

Jókst mest á Norðurlandi

Umferðin jókst mest um Norðurland í seinasta mánuði eða 11,4% en 2,5% samdráttur varð yfir mælipunkt á Suðurlandi. „Af einstaka mælistöðum jókst umferð mest yfir mælipunkti á Möðrudalsöræfum, eða um tæp 17%. Mest dróst umferð saman um mælipunkt við Hvolsvöll eða um 6,2%.“

Núna er gert ráð fyrir að umferðin yfir allt árið gæti aukist um 3,4%.