Þjóðhátíð Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Halla Tómasdóttir forseti og Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra voru við setningu Þjóðhátíðar. Fyrir aftan þær eru Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar og Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV.
Þjóðhátíð Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Halla Tómasdóttir forseti og Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra voru við setningu Þjóðhátíðar. Fyrir aftan þær eru Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar og Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, sótti Vestmannaeyjar heim í gær þar sem Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli um verslunarmannahelgina. Þar var hún viðstödd setningarathöfnina í gær og hlýddi á ræður Eyjamanna og ræddi við gesti

Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, sótti Vestmannaeyjar heim í gær þar sem Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli um verslunarmannahelgina. Þar var hún viðstödd setningarathöfnina í gær og hlýddi á ræður Eyjamanna og ræddi við gesti.

„Við vildum sýna Eyjafólki virðingu fyrir að standa að og halda þessa mikilvægu kynslóðahátíð,“ sagði Halla í samtali við Morgunblaðið. „Það er mikilvægt að vera saman um verslunarmannahelgina þar sem allt að fjórar kynslóðir eru algeng sjón.“

Halla verður þó í Reykjavík um helgina en segir í gríni að börnin verði fulltrúar embættisins á Þjóðhátíð. Áður en hún hélt aftur til Reykjavíkur stoppaði hún í Borgarnesi og heimsótti unglingalandsmót UMFÍ sem hófst í gær.