Liðstyrkur Isaiah Coddon lék síðast með Álftanesi hér á landi.
Liðstyrkur Isaiah Coddon lék síðast með Álftanesi hér á landi. — Ljósmynd/Njarðvík
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili, þá Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon. Alexander er bakvörður sem hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili, þá Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon. Alexander er bakvörður sem hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék síðast í norsku úrvalsdeildinni og þar áður í bandaríska háskólaboltanum. Bakvörðurinn Coddon er 28 ára Bandaríkjamaður með íslenskt ríkisfang. Hann hefur áður leikið með Skallagrími, Haukum og nú síðast Álftanesi.