„Frjálsar íþróttir eru hér í megnustu afturför,“ sagði í Morgunblaðinu haustið 1934. Myndin er frá keppni á Melavelli tæpum 20 árum síðar.
„Frjálsar íþróttir eru hér í megnustu afturför,“ sagði í Morgunblaðinu haustið 1934. Myndin er frá keppni á Melavelli tæpum 20 árum síðar. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fjallað var tæpitungulaust um meistaramót ÍSÍ í Morgunblaðinu í september 1934. Var umgjörðinni hrósað, en spurt hvað segja mætti um árangur og framfarir í frjálsum íþróttum þetta árið: „Í þeim efnum verðum við, eins og annarsstaðar að horfast …

Fjallað var tæpitungulaust um meistaramót ÍSÍ í Morgunblaðinu í september 1934. Var umgjörðinni hrósað, en spurt hvað segja mætti um árangur og framfarir í frjálsum íþróttum þetta árið: „Í þeim efnum verðum við, eins og annarsstaðar að horfast í augu við það raunverulega – sannleikann.“

Árangurinn hefði ekki verið glæsilegur, aðeins tvö til þrjú met verið sett, „öll lítilfjörleg“. Sigurvegararnir væru flestir íþróttamenn, sem hefðu verið upp á sitt besta fyrir mörgum árum og enn næði enginn að skjóta þeim ref fyrir rass.

„Frjálsar íþróttir eru hjer í megnustu afturför. Þátttakendafjöldinn er minni en áður og í fjölda mörgum íþróttum ljelegri en áður,“ sagði tíðindamaður blaðsins og bætti við eftir að hafa farið yfir helstu úrslit: „Þetta sýnir svo mikla afturför, æfinga- og áhugaleysi, að það er til stórskammar.“

Segir að aðeins tvö ár séu til stefnu fyrir næstu Ólympíuleika: „Eins og nú standa sakir er ekki einn einasti íþróttamaður í frjálsum íþróttum hæfur til keppni þar.“