Soffía Hjördís Ólafsdóttir
Soffía Hjördís Ólafsdóttir
Á fjórða hundrað einstaklinga hefur nýtt sér neyðarskýli á vegum Reykjavíkurborgar á árinu. Sífellt verður erfiðara fyrir fólk sem farið hefur út af sporinu að finna húsnæði, meðal annars vegna þess að leiguverð hefur hækkað mikið samhliða hækkun fasteignaverðs

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Á fjórða hundrað einstaklinga hefur nýtt sér neyðarskýli á vegum Reykjavíkurborgar á árinu. Sífellt verður erfiðara fyrir fólk sem farið hefur út af sporinu að finna húsnæði, meðal annars vegna þess að leiguverð hefur hækkað mikið samhliða hækkun fasteignaverðs.

Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hjá Reykjavíkurborg, segir að af og til berist ábendingar um að fólk virðist halda til í tjöldum á víðavangi. Kaffistofu Samhjálpar segir Soffía vera góða til síns brúks en hún segir betri aðstöðu vanta þar sem heimilislaust fólk getur haldið til á daginn.

Staða heimilislausra kvenna er önnur en karla og segir Soffía að ungar heimilislausar konur séu sérstaklega falinn hópur. Hún segir konurnar búa við mikla berskjöldun. „Við erum að sjá konur koma seinna inn til okkar og kannski í mjög slæmu ástandi eftir að hafa dvalið hjá öðrum og með þunga áfallasögu að baki.“

Soffía segir vanta heildstæða stefnu stjórnvalda í málefnum heimilislausra. Í dag sé það alfarið á vegum sveitarfélaga að útfæra málaflokkinn.

Margt hafi áunnist og í dag séu 77 íbúar sem hafa reynslu af langvarandi heimilisleysi í húsnæði með stuðningi. Markmiðið sé að koma fólki frá ótryggari aðstæðum í öruggari aðstæður og mynda brú inn í önnur kerfi eins og félags- og heilbrigðisþjónustu. » 10

Höf.: Ólafur Pálsson