Valkyrjur Ný þriggja flokka stjórn hefur tekið við valdataumunum.
Valkyrjur Ný þriggja flokka stjórn hefur tekið við valdataumunum. — Morgunblaðið/Eyþór
Að fá kartöflu í skóinn eru vonbrigði og jólagjafir sem ekki standa undir væntingum sömuleiðis. Það er fallegt að hlakka til jólanna þótt ekki sé verið að lofa ríkisstjórn á hverjum degi. En undrið hefur gerst og þrenningarstjórnin hefur litið dagsins ljós

Að fá kartöflu í skóinn eru vonbrigði og jólagjafir sem ekki standa undir væntingum sömuleiðis.

Það er fallegt að hlakka til jólanna þótt ekki sé verið að lofa ríkisstjórn á hverjum degi.

En undrið hefur gerst og þrenningarstjórnin hefur litið dagsins ljós. Stefnuskráin gerð heyrumkunnug og geislandi andlitin kynna aðalsælgætismolana þótt kannski vanti verðmiðana á stöku loforð.

Hulunni hefur verið lyft af ráðherralistanum og þar hefur tekist vel til í pósitífri útvalningu.

En þá er það hégóminn: Sumum finnst merkilegast að þarna skuli þrjár konur um véla. Þetta eru einfaldlega formenn flokka sinna og móðgun ef menn hafa eitthvað við það að athuga. Svo er einn hégóminn að forsætisráðherra sé svo ung, jafnvel heimsmet. Alltaf sama vanmetadrýldnin.

Við verðum líka að venja okkur við að annar hver forstjóri ríkisstofnana er kvenkyns og það er tímanna tákn.

Við höfum líka tvisvar átt kvenforsætisráðherra og tvisvar kvenforseta, svo það er óþarfi að fara af hjörunum.

Sunnlendingur