Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka er búinn í aðgerð á læri og verður frá í meira en tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5:1-sigri Arsenal gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi

Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka er búinn í aðgerð á læri og verður frá í meira en tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5:1-sigri Arsenal gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi. „Allt fór vel en því miður verður hann frá í margar, margar vikur. Ég held að þetta verði meira en tveir mánuðir,“ sagði knattspyrnustjóri Arsenal Mikel Arteta á blaðamannafundi.

Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur sagt Liverpool að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út næsta sumar. Spænski fjölmiðillinn Marca greinir frá þessu. Alexander-Arnold, sem er 26 ára, hefur lengi verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid og virðist hann vera á leið þangað. Alexander-Arnold hóf meistaraflokksferil sinn með Liverpool árið 2016 og hefur leikið með félaginu síðan þá.

Ingvar Dagur Gunnarsson, handknattleiksmaður hjá FH, leikur ekki meira á leiktíðinni eftir að hann fótbrotnaði á æfingu með 19 ára landsliðinu rétt fyrir jól. Handbolti.is greindi frá í gær. Ingvar hefur leikið alla 14 leiki með FH-ingum í úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað í þeim tvö mörk.

Enska knattspyrnufélagið Millwall hefur ráðið Skotann Alex Neil sem knattspyrnustjóra karlaliðsins. Gerir hann þriggja ára samning við félagið. Neil stýrði síðast Stoke frá 2022 til 2023 og þar á undan Sunderland, Preston og Norwich. Hann kom síðastnefnda liðinu upp í ensku úrvalsdeildina en féll strax í kjölfarið. Millwall er í 14. sæti B-deildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki. Hann tekur við liðinu af Neil Harris sem lét af störfum eftir óheppileg ummæli um stuðningsmenn liðsins.