Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Sigurður Már Jónsson blaðamaður veltir því fyrir sér í pistli á mbl.is hvers konar borg við séum að fá með þéttingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Hann segir að í fyrstu hafi margir haft skilning á markmiðunum, en „þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú skiptist fólk á samfélagsmiðlum á að birta hálfgerðar hryllingsmyndir af því hve stutt er á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður veltir því fyrir sér í pistli á mbl.is hvers konar borg við séum að fá með þéttingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Hann segir að í fyrstu hafi margir haft skilning á markmiðunum, en „þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú skiptist fólk á samfélagsmiðlum á að birta hálfgerðar hryllingsmyndir af því hve stutt er á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni.

Dæmi um þetta má finna nánast á öllum nýrri byggingasvæðum, svo sem við Kirkjusand, Vogabyggð, við JL-húsið, á Orkureitnum, Heklureitnum og kannski ekki síst á Valssvæðinu þar sem fólk kaupir hús með svölum sem sólin skín ekki á.“

Sigurður Már segir vaxandi efasemdir um þéttingarstefnuna, nú „síðast vegna furðulegs máls í Suður-Mjódd þegar risavaxin vöruhúsaskemma var byggð ofan í fjölbýlishús með þeim hætti að öllum blöskraði“.

Þá bendir hann á að allt snúist þetta um borgarlínuna, því að ofurþéttingin í borginni er forsenda þeirrar fjarstæðukenndu hugmyndar, og dugar ekki til. Sá dagur er líklega að renna upp að borgarbúar velta fyrir sér hvernig þetta gat gerst. Og taka til sinna ráða til að stöðva skemmdarverkin. Það er ekki ýkja langt í næstu sveitarstjórnarkosningar.