Norður ♠ KD953 ♥ Á52 ♦ 83 ♣ Á63 Vestur ♠ G862 ♥ KD8 ♦ 9 ♣ KDG97 Austur ♠ 107 ♥ 9743 ♦ K7652 ♣ 52 Suður ♠ Á4 ♥ G106 ♦ ÁDG104 ♣ 1084 Suður spilar 3G

Norður

♠ KD953

♥ Á52

♦ 83

♣ Á63

Vestur

♠ G862

♥ KD8

♦ 9

♣ KDG97

Austur

♠ 107

♥ 9743

♦ K7652

♣ 52

Suður

♠ Á4

♥ G106

♦ ÁDG104

♣ 1084

Suður spilar 3G.

Í sveitakeppni spilaði vestur út ♣K gegn 3G suðurs og hélt áfram með laufið þegar saghafi gaf tvisvar. Inni á ♣Á spilaði sagnhafi tígli og svínaði drottningu sem hélt slag.

Spilið virtist nú líta vel út, nóg að annaðhvort spaðinn eða tígullinn lægi 3-3 eða austur ætti 4-lit í spaða. Sagnhafi tók ♠Á, spilaði spaða á kóng og tók drottninguna og henti hjarta. En ekki gekk sú rófa, vestur átti 4-lit. Næst spilaði sagnhafi tígli og svínaði á ný en þegar vestur henti hjarta var það sund einnig lokað og slagirnir urðu aðeins átta.

Sagnhafa yfirsást einföld vinningsleið eftir að hafa tekið ♠Á og spilað meiri spaða. Þegar vestur fylgdi lit hefði sagnhafi átt að láta níuna nægja í blindum. Austur má fá á tíuna eða gosann en þá eru fjórir spaðaslagir í húsi og önnur tígulsvíning tryggir 9. slaginn.