Guðni Guðmundsson fæddist 14. febrúar 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Helgi Guðnason, f. 1884, d. 1953, og Nikólína Hildur Sigurðardóttir, f. 1885, d. 1965.
Guðni lauk MA-prófi í ensku og frönsku frá Edinborgarháskóla árið 1951, en hafði jafnframt sótt nám við Sorbonne-háskóla í París.
Hann sinnti stundakennslu við gagnfræðadeild Miðbæjarskólans í Reykjavík 1950-1953 og var stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1951-1956, en þá var hann fastráðinn kennari við skólann. Hann var síðan rektor MR 1970-1995. Guðni var einnig blaðamaður á Alþýðublaðinu 1952-1968. Guðni hlaut fálkaorðuna árið 1980.
Hann sat í stjórn Félags menntaskólakennara 1962-1970, í stjórn Fulbright-stofnunarinnar 1967-1987, í útvarpsráði sem varamaður 1978-1987 og sem aðalmaður 1987-1995.
Guðni var mikill söngmaður, söng í Karlakórnum Fóstbræðrum og síðar með Gömlum Fóstbræðrum, og var um skeið formaður þeirra.
Eiginkona Guðna var Katrín Ólafsdóttir, f. 1927, d. 1994, húsfreyja. Börn þeirra eru sjö.
Guðni lést 8. júlí 2024.