Norður
♠ D10764
♥ K107
♦ 10965
♣ Á
Vestur
♠ G9853
♥ 63
♦ Á3
♣ K1076
Austur
♠ 2
♥ 942
♦ KDG82
♣ D954
Suður
♠ ÁK
♥ ÁDG85
♦ 74
♣ G832
Suður spilar 4♥.
Spaðaliturinn í vestur er ekki beysinn en samt myndu flestir spilarar segja frá honum á þessum hættum eftir hjartaopnun suðurs. Það gerðu að minnsta kosti allir fjórir spilararnir í undanúrslitum hollensku deildakeppninnar nýlega. Raunar stökk einn í 2♠ og fékk að spila þá, þrjá niður. Við hin borðin þrjú spilaði suður 4♥ eftir að vestur stakk inn 1♠. Allstaðar kom út ♦Á og meiri tígull og austur skipti í ♠2. Suður drap með ás og vestur lét áttuna, væntanlega til að vísa spaðanum frá.
Sagnhafarnir spiluðu nú laufi á ás og spaða úr borði. Við tvö borð voru austurspilararnir svo sannfærðir um að vestur ætti kónginn að þeir trompuðu ekki heldur hentu tígli. Nú gat sagnhafi víxltrompað upp í 11 slagi. En einn austurspilarinn, Bauke Muller, trompaði spaðann og spilaði trompi og þá varð sagnhafi að leggja niður vopnin.