50 ára Alma ólst upp í Bolungarvík til ellefu ára aldurs en flutti síðan að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Hún er leikskólakennari að mennt og starfar á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga að hluta til en rekur einnig söluskálann í bænum ásamt eiginmanni sínum

50 ára Alma ólst upp í Bolungarvík til ellefu ára aldurs en flutti síðan að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Hún er leikskólakennari að mennt og starfar á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga að hluta til en rekur einnig söluskálann í bænum ásamt eiginmanni sínum. Áhugamálin eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög, tónlist, föndur og sköpun. „Ég hef líka mikinn áhuga á sögulegu efni, náttúrunni og frásögnum af dulrænum atburðum – og má þá engu skipta hvort þær eru lognar eða ólognar.“


Fjölskylda Eiginmaður Ölmu er Hichem Mansri, f. 1976, frá Annaba í Alsír. Börn þeirra eru Benjamín Páll, f. 1993, Amira Linda, f. 2010, Sunna Miriam, f. 2013, og Ómar Elías, f. 2016. Kona Benjamíns Páls er María Lind Jónsdóttir, f. 1993. Börn þeirra eru Jón Trausti, f. 2018, og Heiðdís Alma, f. 2022. Foreldrar Ölmu eru hjónin Lára Helga Jónsdóttir, f. 1957, frá Þorfinnsstöðum, og Benjamín Kristinsson, f. 1956, frá Dröngum í Árneshreppi. Þau eru búsett á Laugarbakka í Miðfirði.