Pokarotta nokkur í Nebraska gat ekki staðist freistinguna þegar hún rakst á Costco-súkkulaðitertu sem var skilin eftir í garði nokkrum, úti í kuldanum. Hún hámaði í sig meira en helming kökunnar og fannst síðan útþanin og með örlítið samviskubit

Pokarotta nokkur í Nebraska gat ekki staðist freistinguna þegar hún rakst á Costco-súkkulaðitertu sem var skilin eftir í garði nokkrum, úti í kuldanum. Hún hámaði í sig meira en helming kökunnar og fannst síðan útþanin og með örlítið samviskubit.

Þegar dýrið var flutt á dýraspítala eftir ofátið fundu dýralæknar þó alvarlegra vandamál – hún þjáðist af blýeitrun og fór í kjölfarið í meðferð sem líklega hefur bjargað lífi hennar. Fjölskyldan sem fann hana mun þó líklega ekki geyma kökur í garðinum á næstunni.

Nánar um málið á K100.is.