Helgi Steinar Karlsson 3. maí 1936. Hann lést 26. febrúar 2025.
Útför Helga Steinars fór fram 13. mars 2025.
Vinur minn og félagi til margra ára, Helgi Steinar Karlsson, er fallinn frá.
Hann tók sveinspróf í múrverki 1959. Helgi Steinar starfaði lengi fyrir Múrarafélag Reykjavíkur í trúnaðarmannaráði, gjaldkeri Styrktarsjóðs, gjaldkeri Félagssjóðs, ritari, varaformaður og síðar formaður til margra ára og formaður Múrarasambands Íslands í mörg ár.
Helgi Steinar bar hag múrara mjög fyrir brjósti og hafði hann mikinn áhuga á menntamálum múrara. Þá lagði hann áherslu á að sem flest félög í byggingariðnaði hefðu samstarf í kjaraviðræðum.
Hann var einn af hvatamönnum við kaup Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarameistarafélags Reykjavíkur á jörðinni Öndverðarnesi í Grímsnesi sem orlofsjörð fyrir múrara og múrarameistara. Þar var mikið um sjálfboðavinnu hjá múrurum í upphafi, til dæmis við gerð golfvallar, byggingu sundlaugar og fleira. Helgi Steinar var driffjöður í þessum störfum ásamt fleirum.
Margt fleira gott mætti segja um þennan ágæta mann Helga Steinar og persónulega á ég honum margt að þakka.
Við hjónin sendum Báru konu hans og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Rafn Gunnarsson.