Liverpool-goðsögnin John Arne Riise mætti nýverið í hljóðver K100 þar sem hann ræddi við Evu Ruzu og Bolla í Ísland vaknar. Í viðtalinu fór hann um víðan völl, ræddi feril sinn, æskuárin og hvernig hann lagði hart að sér til að ná árangri. Hann deildi einnig persónulegum sögum, meðal annars af því þegar hann æfði 21 sinni í viku sem ungur drengur til að vinna úr erfiðri lífsreynslu. Riise sagðist heillaður af Íslandi og lýsti sérstaklega yfir aðdáun á íslenskri náttúru. „Þetta var ótrúleg upplifun. Hingað til elska ég allt við þetta,“ sagði hann.
Hlustaðu á viðtalið á K100.is.