Afrek Drengurinn og sálfræðingurinn.
Afrek Drengurinn og sálfræðingurinn.
Ljósvakahöfundur lauk við að horfa á bresku Netflix-dramaþættina The Adol­escence, sem hafa hlotið gríðarlegt lof gagnrýnenda og fengið metáhorf. Aðal­persóna þáttanna er 13 ára gamall drengur sem er handtekinn og sakaður um að hafa stungið skólasystur sína til bana

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ljósvakahöfundur lauk við að horfa á bresku Netflix-dramaþættina The Adol­escence, sem hafa hlotið gríðarlegt lof gagnrýnenda og fengið metáhorf. Aðal­persóna þáttanna er 13 ára gamall drengur sem er handtekinn og sakaður um að hafa stungið skólasystur sína til bana.

Owen Cooper sem leikur unga drenginn sýnir sannan stórleik. Það sama má segja um Stephen Graham sem leikur föður hans og er, í lokaatriði þáttaraðarinnar, magnaður í angist sinni.

Þættirnir eru fjórir og allir frábærir. Þriðji þátturinn er hreint meistaralegur og byggist eingöngu á tæplega klukkutíma samtali milli drengsins og sálfræðings. Drengurinn sýnir alls kyns tilfinningar; viðkvæmni, reiði, kvíða, ofsa og þrá eftir nánd og skilningi. Þar er leikur Owens Coopers hreint afrek.

Þættirnir eru umtalaðir enda gríðarlega vel gerðir og áhrifamiklir. Þeir komu nýlega til tals í breska þinginu en þar sagðist forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, hafa horft á þættina ásamt börnum sínum tveimur, sem eru unglingar. Hann sagðist mjög fylgjandi því að þættirnir yrðu sýndir í breskum skólum, svo brýnt væri erindi þeirra.

Höf.: Kolbrún Bergþórsdóttir